Hótel Saga er í raun eins og lítið, hlýlegt samfélag. Hér er allt til alls fyrir gesti okkar og allt í hæsta gæðaflokki. Starfsfólkið tekur þér opnum örmum og aðstoðar þig við að nálgast þjónustuna sem í boði er.

Hvort sem um er að ræða lítinn fund sem þarf að halda með skömmum fyrirvara eða veglega brúðkaupsveislu þar sem öllu er til tjaldað erum við með salinn og lausnirnar þér til handa.

Það er okkar metnaður að uppfylla óskir þínar.

Þér standa til boða sex fullbúnir salir sem þjóna jafnt stórum sem smáum hópum. Hægur leikur er að minnka eða stækka salina og sérsníða þá að þínum viðburði. Hér má galdra fram fjölbreyttar veitingar sem hæfa öllum tilefnum allt frá morgunhressingu að hátíðarkvöldverði.

Nánar um þjónustuna

  • Þjónar og gæsla +
  • Tæki og tól +
  • Ráðgjöf +
  • Veitingar +

Hvenær getum við tekið á móti þér?

Finna sal fyrir viðburðinn minn