Matur er í hávegum hafður á Hótel Sögu og leggjum við mikinn metnað í að bjóða uppá ferska og góða vöru beint frá býli. Hægt er að panta fjölbreytta og spennandi matseðla sem henta ólíkum tilefnum — allt frá kaffi og meðlæti fyrir ráðstefnur til ævintýralegra hátíðarkvöldverða fyrir stærri viðburði.

Við erum stolt af tengingu okkar við íslenska bændur og styrkjum þannig íslenska framleiðslu um leið og við bjóðum viðskiptavinum okkar uppá besta mögulega hráefnið.

Við vitum að nostur við hvert smáatriði allt frá grunni að tilbúnum rétti skilar sér margfalt á diskana.

Virðing fyrir náttúrunni skiptir okkur miklu máli og leitumst við eftir því að lágmarka kolefnisfótspor þess hráefnis sem við notum og eins að fullnýta það eins og hægt er til að sporna við matarsóun. Við viljum einnig gera gesti okkar þátttakendur í þessu matarævintýri og leggjum áherslu á að upplýsa þá um sögu og uppruna matarins sem borinn er á borð.

Hótel Saga er með skýra stefnu í umhverfismálum og starfar eftir umhverfisstefnu Græna lykilsins og krefst þess einnig að birgjar og framleiðendur okkar framfylgi reglum um dýravelferð í framleiðslu sinni.

Matarstefna Hótel Sögu

Matseðlar

Nánar um þjónustuna

  • Ofnæmi/óþol +
  • Séróskir +

Hvert er þitt tilefni?

Finna sal fyrir viðburðinn minn