Í hjarta Vesturbæjarins stendur Hótel Saga — flaggskip íslenskra hótela og veitingastaða um árabil. Innblásnir af nýjustu straumum utan úr heimi reistu íslenskir bændur þetta glæsilega hótel árið 1962. Íslensk alþýða jafnt sem alþjóðlegar stjörnur hafa hér lyft glösum og átt höfði sínu að halla. Það var gæfa Íslendinga að fá þýska listamanninn og arkitektinn Lothar Grund til að móta og skreyta alla innviði hótelsins og eftir endurbætur fá verk hans nú loks að njóta sín aftur til fulls. Í dag er hótelið tákn um glæsta sögu en ekki síður nútímalegur suðupottur viðskipta, matarlistar og menningar sem hýsir fólk og viðburði af öllu tagi.

1962 – 2019

1962

Innblásnir af módernískum arkítektúr og innanhúshönnun sjötta og sjöunda áratugarins reisa framsýnir bændur Hótel Sögu við Hagatorg.

1963

Byggingin rís eins og vísir að nýrri framtíð upp úr hversdagleikanum. Listmálarinn, arkítektinn og leikmyndahönnuðurinn Lothar Grund hannar alla innviði og ljær húsinu þar með sinn einastaka stíl.

1964

Á hótelið streyma frá upphafi Íslendingar jafnt sem erlendar stjörnur á borð við Neil Armstrong og Mia Farrow og er saga hótelsins samofin sögu þjóðarinnar á 20. öldinni.

1965

Gestum hótelsins fer sífellt fjölgandi og vegur þess og virðing eykst.

1989

Á níunda áratugnum er ný álma tekin í notkun og herbergjum fjölgar úr 60 í 236.

2013

Hótelinu áskotnast upprunalegar teikningar af hönnun þess og endurbætur hefjast á hinum sögufræga veitingastað Grillinu. Ekki þótt þó ástæða til að hrófla við stórbrotnu útsýninu yfir Reykjavík, fjöllin og hafið.

2017

Endurbótum á fundaraðstöðu Hótel Sögu er lokið og bakarí hefur opnað sem sér til þess að alltaf er hægt að nálgast brakandi ferskt og bragðgott brauðmeti og bakkelsi. Við endurbætur á Súlnasal koma í ljós upprunalegar veggmyndir Lothars Grund sem nú skreyta veggi salarins!

2018

Nýr veitingastaður, Mímir, opnar á jarðhæð og um leið og hinn sígildi Mímisbar opnar á ný – glæsilegri en nokkru sinni!

Salur m2
Súlnasalur 322 380 800 400 170
Snæfell 100 180 100 80 50 20 35
Katla I + II 225 120 250 180 140 50 50
Katla I 64 40 40 45 35 18 22
Katla II 154 100 150 140 100 50 50
Esja I + II 85 50 80 70 56 32 30
Esja I 31 16 20 18 12 15
Esja II 54 30 40 20 28 18 20
Keilir 37 14
Askja 30 10
Hekla I + II 140 100 150 140 100 50 50
Hekla I 70 40 50 50 40 20 24
Hekla II 70 40 50 50 40 20 24

Glæst fortíð mætir spennandi framtíð, gömul saga og ný.

Á toppi húsins trónir hinn sögufrægi veitingastaður Grillið undir stjörnuhimni Lothars Grund með útsýni til allra átta yfir borg og fjöll. Eftir margvíslegar endurbætur má nú finna á fyrstu hæð hússins veitingastaðinn Mími og hinn góðkunna Mímisbar og er þá ótalið morgunverðarhlaðborð Hótel Sögu. Í húsinu eru einnig sex salir sem henta jafnt fyrir ráðstefnur sem veislur. Alla helstu þjónustu er að finna á hótelinu sjálfu svo sem rakara- og hárgreiðslustofu, líkamsræktar salur sem er opin fyrir alla hótelgesti allan sólarhringinn og ýmsar dekur- og snyrtimeðferðir.

Gott að vita

  • Aðkoma +
  • Almenningssamgöngur +

Hvenær getum við tekið á móti þér?

Finna sal